Klúðurslegt hjá Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 4. apríl 2022 20:24 Sigurður Ingi Jóhannsson baðst fyrr í dag afsökunar á því sem hann lýsti sem „óviðurkvæmilegum ummælum“ sínum í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin tengdust kynþætti hennar og er hann sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“ Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10