Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. apríl 2022 21:15 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann. Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann.
Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira