Sitjandi formaður misnoti sjóði félaga í persónulegum hefndarleiðangri Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 19:06 Viðar Þorsteinsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar. vísir/vilhelm Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar sakar sitjandi formann félagsins um að misnota sjóði félaga Eflingar persónulegum hefndarleiðangri gegn sér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12
Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39