Hækka félagsgjald til að efla vinnudeilusjóð Sameykis Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 18:01 Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Félagsfólk Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samþykkti á aðalfundi í gær að hækka félagsgjald í þeim tilgangi að efla vinnudeilusjóð félagsins. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir félagið vera að búa sig undir komandi átök á vinnumarkaði með eflingu sjóðsins. Það sé gert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið í samfélaginu á vettvangi atvinnurekenda og samtaka þeirra. Þá segir Þórarinn að þrengt sé að lífsgæðum með ásókn í opinbera innviði þjóðarinnar ásamt aðgerðaleysi stjórnvalda í jöfnun launa á milli markaða og Sameyki verði tilbúið undir þær deilur með sterkari vinnudeilusjóði. „Sú orðræða atvinnurekenda og samtaka þeirra hefur bæði verið harkaleg og einkennst af því að hugsanlega sé verið að hlaða í átök. Í þessari stöðu teljum við vera skynsamlegt að búa okkur undir harðar vinnudeilur og sendum út þau skilaboð að við séum við öllu búin þegar kjarasamningsviðræður hefjast. Það hefur sýnt sig að sterkur vinnudeilusjóður hefur áhrif í vinnudeilum,“ er haft eftir Þórarni í fréttatilkynningu. Hann benti á að síðasta stóra verkfall hafi verið árið 2015 og að ætla megi að komandi kjarasamningsviðræður verði erfiðar og að kröfugerðin verði önnur en í þeim síðustu. „Á komandi hausti verða kjarasamningar á almennum markaði lausir. Sameyki gerir kjarasamninga á almennum markaði til að mynda við Isavia, Orkuveitu Reykjavíkur og Fríhöfnina ásamt fleirum. Það liggur ljóst fyrir að við þurfum öflugan vinnudeilusjóð og hækkun félagsgjaldsins tel ég vera nauðsynlega aðgerð í að styrkja sjóðinn til að efla baráttuna vegna komandi kjarasamninga,“ segir Þórarinn. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir félagið vera að búa sig undir komandi átök á vinnumarkaði með eflingu sjóðsins. Það sé gert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið í samfélaginu á vettvangi atvinnurekenda og samtaka þeirra. Þá segir Þórarinn að þrengt sé að lífsgæðum með ásókn í opinbera innviði þjóðarinnar ásamt aðgerðaleysi stjórnvalda í jöfnun launa á milli markaða og Sameyki verði tilbúið undir þær deilur með sterkari vinnudeilusjóði. „Sú orðræða atvinnurekenda og samtaka þeirra hefur bæði verið harkaleg og einkennst af því að hugsanlega sé verið að hlaða í átök. Í þessari stöðu teljum við vera skynsamlegt að búa okkur undir harðar vinnudeilur og sendum út þau skilaboð að við séum við öllu búin þegar kjarasamningsviðræður hefjast. Það hefur sýnt sig að sterkur vinnudeilusjóður hefur áhrif í vinnudeilum,“ er haft eftir Þórarni í fréttatilkynningu. Hann benti á að síðasta stóra verkfall hafi verið árið 2015 og að ætla megi að komandi kjarasamningsviðræður verði erfiðar og að kröfugerðin verði önnur en í þeim síðustu. „Á komandi hausti verða kjarasamningar á almennum markaði lausir. Sameyki gerir kjarasamninga á almennum markaði til að mynda við Isavia, Orkuveitu Reykjavíkur og Fríhöfnina ásamt fleirum. Það liggur ljóst fyrir að við þurfum öflugan vinnudeilusjóð og hækkun félagsgjaldsins tel ég vera nauðsynlega aðgerð í að styrkja sjóðinn til að efla baráttuna vegna komandi kjarasamninga,“ segir Þórarinn.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira