Að láta verkin tala í stað þess að tala bara Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. mars 2022 09:00 Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Sandra B. Franks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun