„Ekkert af þessum liðum hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hálfreiddist þegar hún baunaði á íslensk félög fyrir metnaðarleysi gagnvart handbolta kvenna. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa litla eða enga trú á því að liðið eða liðin sem komast upp í Olís-deild kvenna í handbolta í vor eigi eitthvað erindi í deildina. Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“ Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira