Forseti bæjarstjórnar segir sig úr Framsóknarflokknum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 16:31 Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Aðsend mynd Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni. Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni.
Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira