Gerður Berndsen er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2022 21:08 Gerður var 74 ára. Aðsend Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag. Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa. Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa.
Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20