Heimilisofbeldi stigmagnast oftast ef ekki er gripið inn í Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í mál sem tengjast heimilisofbeldi. Verstu birtingarmyndir þess séu manndrápsmál. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra gerenda í manndrápsmálum síðustu ár tengdust fórnarlambinu fjölskylduböndum. Ríkislögreglustjóri segir það allra verstu birtingarmyndir heimilisofbeldis og því gríðarlega mikilvægt að gripið sé með festu inn í slíkar aðstæður. Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður. Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður.
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30
„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31