Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2022 14:00 Frá Hvítárbakka í Borgarfirði í gærmorgun. Hulda Hrönn Sigurðardóttir Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár. Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur. Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur.
Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46