Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 12:32 Rússar hafa verið sakaðir um að beita efnavopnum í Austur-Úkraínu. AP Photo/Nariman El-Mofty Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01
Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56