Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 07:56 Eldsneytisgeymslur í Lviv urðu fyrir sprengjum Rússa í nótt. Gett7Joe Raedle Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. Langdrægar eldflaugar Rússa lentu á eldsneytisgeymslu úkraínska hersins en þeir beittu stýriflaugunum til að sprengja upp vöruhús sem herinn hafði verið að nota til að gera við loftvarnarkerfi, radarkerfi og skriðdreka. „Rússneski herinn heldur áfram árásaraðgerðum í sérstakri hernaðaraðgerð í Úkraínu,“ sagði í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins í morgun. Rússneskir ráðamenn hafa enn eina ferðina hótað því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu. Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti og núverandi meðlimur í þjóðaröryggisráði Rússlands, sagði í gær að yfirvöld í Moskvu myndu ekki hika við að beita kjarnavopnum gegn óvini sem aðeins notaði hefðbundin vopn. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur þá enn og aftur kallað eftir því að Bandaríkin og Evrópa tryggi Úkraínumönnum fleiri herþotur, skriðdreka, loftvarnakerfi og önnur vopn. Hann segir stöðuna í Úkraínu munu ráða framhaldinu fyrir öll vestræn ríki. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti þá til þess í ræðu, sem hann flutti í gærkvöldi að, að embættismennirnir í kring um Vladimír Pútín Rússlandsforseta steypi honum af stóli. Þá uppnefndi hann Pútín „slátrara“. Þá gerðu Rússar árás á kjarnakljúf fyrir utan Kharkív í gærkvöldi. Úkraínska þingið segir enn sem komið er ekki hægt að segja til um hversu alvarlegar skemmdirnar á kjarnakljúfnum eru. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Úkraína Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Langdrægar eldflaugar Rússa lentu á eldsneytisgeymslu úkraínska hersins en þeir beittu stýriflaugunum til að sprengja upp vöruhús sem herinn hafði verið að nota til að gera við loftvarnarkerfi, radarkerfi og skriðdreka. „Rússneski herinn heldur áfram árásaraðgerðum í sérstakri hernaðaraðgerð í Úkraínu,“ sagði í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins í morgun. Rússneskir ráðamenn hafa enn eina ferðina hótað því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu. Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti og núverandi meðlimur í þjóðaröryggisráði Rússlands, sagði í gær að yfirvöld í Moskvu myndu ekki hika við að beita kjarnavopnum gegn óvini sem aðeins notaði hefðbundin vopn. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur þá enn og aftur kallað eftir því að Bandaríkin og Evrópa tryggi Úkraínumönnum fleiri herþotur, skriðdreka, loftvarnakerfi og önnur vopn. Hann segir stöðuna í Úkraínu munu ráða framhaldinu fyrir öll vestræn ríki. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti þá til þess í ræðu, sem hann flutti í gærkvöldi að, að embættismennirnir í kring um Vladimír Pútín Rússlandsforseta steypi honum af stóli. Þá uppnefndi hann Pútín „slátrara“. Þá gerðu Rússar árás á kjarnakljúf fyrir utan Kharkív í gærkvöldi. Úkraínska þingið segir enn sem komið er ekki hægt að segja til um hversu alvarlegar skemmdirnar á kjarnakljúfnum eru.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Úkraína Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira