Ísland getur stutt rannsókn á stríðsglæpum Rússlands Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2022 13:01 Enginn vafi leikur á því í mínum huga að rússneski herinn fremur stríðsglæpi í Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sagt sannanir fyrir að rússneski herinn hafi beitt klasasprengjum. Notkun slíkra vopna er bönnuð samkvæmt Genfarsamningunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kallaði fljótlega eftir upphaf innrásarinnar eftir að stríðsglæpir Rússa yrðu rannsakaðir. Síðast en ekki síst hefur Karim A.A. Khan, saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sagt ástæðu til að ætla að stríðsglæpir hafi verið framdir af hálfu rússneska hersins í Úkraínu. Í samræmi við það lýsti saksóknarinn því yfir þann 28. febrúar að rannsókn vegna stöðunnar í Úkraínu væri hafin. Á fyrstu dögum marsmánaðar höfðu 39 aðildarríki vísað aðstæðum í Úkraínu til saksóknara og óskað eftir að saksóknari hæfi rannsókn og öflun sönnunargagna þá þegar. Ísland var þar á meðal. Þessi samstaða er án fordæma af hálfu aðildarríkja dómstólsins. Þingsályktunartillaga um viðbótarframlag Íslands Ég lagði í liðinni viku fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra veiti 10 milljón króna sérstakt viðbótarframlag til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Það gerði ég eftir að hafa séð fréttir af ákalli saksóknarans við dómstólinn um að aðildarríki dómstólsins styðji þessa rannsókn með viðbótarframlögum og öðrum stuðningi og eftir að hafa lesið fréttir af því að Litháen ætli að leggja til sérstakt fjárframlag sem nemur um 15 milljón kr. Samhliða biðlaði Litháen til annarra ríkja um leggja rannsókninni lið með þessum hætti. Hér er um að ræða táknrænt viðbótarframlag. Bretland hefur einnig svarað kallinu og gefið vilyrði fyrir sérstökum fjárframlögum og öðrum stuðningi við rannsóknina. Frjáls viðbótarframlög eru til marks um þá afstöðu að þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð. Ísland getur gert meira í þágu rannsóknarinnar og farið að fordæmi Svía. Við getum boðið því fólki sem hingað kemur frá Úkraínu að segja frá reynslu sinni, skrásett sögur þeirra og þannig mögulega aflað sönnunargagna. Þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (e. International Criminal Court - ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sem stofnaður var til þess að taka á alvarlegum brotum sem varða alþjóðasamfélagið. Dómstóllinn rekur upphaf sitt til 7. júlí 1998 þegar samkomulag 120 ríkja náðist um Rómarsamþykktina svokölluðu, en það er stofnskjal Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin tók svo gildi 1. júlí 2002 þegar 60 ríki höfðu fullgilt hana. Ísland varð tíunda ríkið til þess að fullgilda samþykktina. Ísland hefur þannig frá upphafi staðið með þeim grundvallargildum sem búa að baki stofnun dómstólsins.Eitt meginmarkmið dómstólsins er að þeir aðilar sem gerast sekir um alvarlegustu glæpina gegn almennum borgurum sæti ábyrgð. Undir lögsögu dómstólsins stríðsglæpir, hópmorð, glæpir gegn mannúð og glæpir gegn friði.Fámenn þjóð getur beitt rödd sinniNúna er ríkt tilefni fyrir Ísland til að stíga mikilvægt og um leið táknrænt skref með sérstöku fjárframlagi til að styðja rannsókn á brotum rússneska hersins í Úkraínu. Með því getur fámenn þjóð sýnt sterka afstöðu með grundvallarréttindum hins almenna borgara á stríðstímum. Saksóknarinn sem fer með rannsóknina hefur lagt áherslu á þau augljósu sannindi að þegar árásum er vísvitandi beitt að óbreyttum borgurum þá sé það glæpur. Og dæmin af stríðsglæpum blasa því miður við okkur.Viðbrögð Alþingis við þessari tillögu hafa verið sterk og við erum 30 þingmenn sem að henni stöndum, úr öllum flokki á Alþingi. Þar að baki eru allir þingmenn úr þingflokkum Viðreisnar, Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata og að auki þingmenn úr þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokks. Það skiptir máli. Það er ósk mín að þessi tillaga verði samþykkt sem fyrst. Á tímum sem þessum skiptir öllu að afstaðan sé skýr og að hún birtist alls staðar þar sem ætla má að boðskapurinn heyrist og skiljist.Ég er stolt af því að Ísland hafi tekið þátt í efnahagsaðgerðum og þeim á að halda áfram af fullum þunga. Stolt af viðbrögðum hvað varðar fólk sem hingað kemur frá Úkraínu. Ísland getur að sama skapi svarað ákalli saksóknara sem rannsakar núna stríðsglæpi Rússlands í Úkraínu. Fámenn þjóð eins og Ísland getur með þessu framlagi lagt lóð á vogarskálarnar. Rannsókn á stríðsglæpum rússneska hersins í Úkraínu er til marks um að alþjóðasamfélagið ætli sér ekki aðeins að fordæma stríðsglæpi heldur að slík brot hafi afleiðingar af hálfu alþjóðasamfélagsins. Það er afstaða sem hefur áhrif til framtíðar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enginn vafi leikur á því í mínum huga að rússneski herinn fremur stríðsglæpi í Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sagt sannanir fyrir að rússneski herinn hafi beitt klasasprengjum. Notkun slíkra vopna er bönnuð samkvæmt Genfarsamningunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kallaði fljótlega eftir upphaf innrásarinnar eftir að stríðsglæpir Rússa yrðu rannsakaðir. Síðast en ekki síst hefur Karim A.A. Khan, saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sagt ástæðu til að ætla að stríðsglæpir hafi verið framdir af hálfu rússneska hersins í Úkraínu. Í samræmi við það lýsti saksóknarinn því yfir þann 28. febrúar að rannsókn vegna stöðunnar í Úkraínu væri hafin. Á fyrstu dögum marsmánaðar höfðu 39 aðildarríki vísað aðstæðum í Úkraínu til saksóknara og óskað eftir að saksóknari hæfi rannsókn og öflun sönnunargagna þá þegar. Ísland var þar á meðal. Þessi samstaða er án fordæma af hálfu aðildarríkja dómstólsins. Þingsályktunartillaga um viðbótarframlag Íslands Ég lagði í liðinni viku fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra veiti 10 milljón króna sérstakt viðbótarframlag til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Það gerði ég eftir að hafa séð fréttir af ákalli saksóknarans við dómstólinn um að aðildarríki dómstólsins styðji þessa rannsókn með viðbótarframlögum og öðrum stuðningi og eftir að hafa lesið fréttir af því að Litháen ætli að leggja til sérstakt fjárframlag sem nemur um 15 milljón kr. Samhliða biðlaði Litháen til annarra ríkja um leggja rannsókninni lið með þessum hætti. Hér er um að ræða táknrænt viðbótarframlag. Bretland hefur einnig svarað kallinu og gefið vilyrði fyrir sérstökum fjárframlögum og öðrum stuðningi við rannsóknina. Frjáls viðbótarframlög eru til marks um þá afstöðu að þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð. Ísland getur gert meira í þágu rannsóknarinnar og farið að fordæmi Svía. Við getum boðið því fólki sem hingað kemur frá Úkraínu að segja frá reynslu sinni, skrásett sögur þeirra og þannig mögulega aflað sönnunargagna. Þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (e. International Criminal Court - ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sem stofnaður var til þess að taka á alvarlegum brotum sem varða alþjóðasamfélagið. Dómstóllinn rekur upphaf sitt til 7. júlí 1998 þegar samkomulag 120 ríkja náðist um Rómarsamþykktina svokölluðu, en það er stofnskjal Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin tók svo gildi 1. júlí 2002 þegar 60 ríki höfðu fullgilt hana. Ísland varð tíunda ríkið til þess að fullgilda samþykktina. Ísland hefur þannig frá upphafi staðið með þeim grundvallargildum sem búa að baki stofnun dómstólsins.Eitt meginmarkmið dómstólsins er að þeir aðilar sem gerast sekir um alvarlegustu glæpina gegn almennum borgurum sæti ábyrgð. Undir lögsögu dómstólsins stríðsglæpir, hópmorð, glæpir gegn mannúð og glæpir gegn friði.Fámenn þjóð getur beitt rödd sinniNúna er ríkt tilefni fyrir Ísland til að stíga mikilvægt og um leið táknrænt skref með sérstöku fjárframlagi til að styðja rannsókn á brotum rússneska hersins í Úkraínu. Með því getur fámenn þjóð sýnt sterka afstöðu með grundvallarréttindum hins almenna borgara á stríðstímum. Saksóknarinn sem fer með rannsóknina hefur lagt áherslu á þau augljósu sannindi að þegar árásum er vísvitandi beitt að óbreyttum borgurum þá sé það glæpur. Og dæmin af stríðsglæpum blasa því miður við okkur.Viðbrögð Alþingis við þessari tillögu hafa verið sterk og við erum 30 þingmenn sem að henni stöndum, úr öllum flokki á Alþingi. Þar að baki eru allir þingmenn úr þingflokkum Viðreisnar, Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata og að auki þingmenn úr þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokks. Það skiptir máli. Það er ósk mín að þessi tillaga verði samþykkt sem fyrst. Á tímum sem þessum skiptir öllu að afstaðan sé skýr og að hún birtist alls staðar þar sem ætla má að boðskapurinn heyrist og skiljist.Ég er stolt af því að Ísland hafi tekið þátt í efnahagsaðgerðum og þeim á að halda áfram af fullum þunga. Stolt af viðbrögðum hvað varðar fólk sem hingað kemur frá Úkraínu. Ísland getur að sama skapi svarað ákalli saksóknara sem rannsakar núna stríðsglæpi Rússlands í Úkraínu. Fámenn þjóð eins og Ísland getur með þessu framlagi lagt lóð á vogarskálarnar. Rannsókn á stríðsglæpum rússneska hersins í Úkraínu er til marks um að alþjóðasamfélagið ætli sér ekki aðeins að fordæma stríðsglæpi heldur að slík brot hafi afleiðingar af hálfu alþjóðasamfélagsins. Það er afstaða sem hefur áhrif til framtíðar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar