Þingmenn þurfa að fara út í sjoppu ef Monster selst illa Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 23:31 Ný klukka, betri stólar, textavél og orkudrykkir. Nýir alþingismenn mættu svo sem alveg viðra óskir um bættan aðbúnað beint við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra, segir hún, en fagnar þó opinberri umræðu um starfsumhverfi þingmanna. Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna. Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna.
Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07
Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52