Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 14:30 Stefán Teitur Þórðarson er í góðu sambandi við frænda sinn og hrósar hinum tvítuga Oliver Stefánssyni hvernig hann hefur tekist á við allt þetta mótlæti. Samsett/Vísir/Getty Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Sjá meira
Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Sjá meira