Tryggingafélagi gert að bæta Vegagerðinni tjón á vegi eftir að ekið var á kind Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2022 14:46 Frá Skagafirði. Slysið varð á F-vegi í Skagafirði þann 6. ágúst 2019 og lak þar olía úr bílnum á veginn eftir að ekið hafði verið á kind. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá til að greiða Vegagerðinni um 173 þúsund krónur vegna tjóns á vegi sem varð í kjölfar bílslyss í Skagafirði. Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað. Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað.
Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira