Þau ætla ekkert að gera Kristrún Frostadóttir skrifar 22. mars 2022 07:31 Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar