Konungur meistaranna Hrafnkell Karlsson skrifar 21. mars 2022 14:01 Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Að mínu mati hefur ekkert tónskáld haft eins mikil áhrif á þróun tónlistarinnar og meistarinn Bach. Á hverju ári eru spilaðar passíur skáldsins í kringum páska, flest allir tónlistarnemendur í hinum vestræna heimi byrja tónlistarnám sitt með að spila verk Bachs til að leggja góðan grunn að námi sínu og kunnáttu en hver var maðurinn Bach? Ég hef alltaf haft áhuga að kynna mér ævi tónskáldana sem ég spila eftir og miðað við að Bach hefur verið kjarninn á öllum mínum hljóðfærum, sellóið með svíturnar sínar, píanóið með vel stillta píanóið og tilbrigði sín og orgelið með þau hundruði verka sem Bach samdi fyrir en hann sjálfur var organisti alla sína ævi ásamt að semja helstu tónlistarperlur heimsins þá fannst mérmer tilvalið að kynna mér betur ævi Bachs. Mér finnst skemmtilegast að lesa um æsku Bachs. Hann ólst ekki upp spilandi fyrir keisurum og páfum eins og Mozart. Bach ólst upp við mjög erfiðar aðstæður í mjög slæmum félagsskap. Það eru heimildir sem benda til að grunnskólinn sem Bach stundaði nám var mjög slæmur. Það var mikið um einelti, tal um sadíska kennara sem lögðu nemendur sína í einelti og gerði óhugsanlega hluti við nemendur sína. Bach sjálfur skrópaði 258 sinnum yfir þriggja ára tímabil þegar hann var ungur strákur. Líklegustu ástæður var örugglega vegna þess að foreldrar þorðu ekki að senda krakka sína í þennan skóla vegna sögusagna um hvað gerðist þar, ekki vegna veikinda eða fyrir Bach að hjálpa með fjölskyldureksturinn sem var auðvitað tónlistin. Það hafði án efa mikil mótandi áhrif á ungan Bach þegar hann missti báða foreldra sína sem unglingur og þurfti hann þá að fara í fjölskyldureksturinn sem var tónlist. Í Bach fjölskyldunni voru fleiri tónskáld og tónlistarfólk sem tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Þýskalandi áður en okkar Bach kemur til sögu. Bach fluttist til stóra bróður sinns, Jóhann Kristoff Bach, í Lüneburg til að mennta sig enn frekar í tónlist. Seinna myndi Bach snúa aftur síns heimafylkis og byrja feril sinn sem tónlistarmaður í kirkjum og eins og maður slettir á ensku “the rest is history”. Bach sýnir að þótt að einhver ólst upp við mjög erfiðar aðstæður og fór í gegnum mikinn missi sem hefur án efa haft mikil áhrif á hann þá stoppaði hann ekki til að semja og flytja sína tónlist sem myndi vera þekkt víða meðan hann lifði og svo um allan heim eftir hans daga. Ég mæli með að allir elskendur tónlistar nýti sér daginn í dag til að kynna sér ævi Bachs, hlusta á uppáhalds verk sín með honum og flytja verk hans á fæðingardegi konung meistaranna, Jóhanns Sebastíans Bachs, megi hann lengi lifa Höfundur er organisti Árbæjarkirkju og þjónn tónlistarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Tímamót Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Að mínu mati hefur ekkert tónskáld haft eins mikil áhrif á þróun tónlistarinnar og meistarinn Bach. Á hverju ári eru spilaðar passíur skáldsins í kringum páska, flest allir tónlistarnemendur í hinum vestræna heimi byrja tónlistarnám sitt með að spila verk Bachs til að leggja góðan grunn að námi sínu og kunnáttu en hver var maðurinn Bach? Ég hef alltaf haft áhuga að kynna mér ævi tónskáldana sem ég spila eftir og miðað við að Bach hefur verið kjarninn á öllum mínum hljóðfærum, sellóið með svíturnar sínar, píanóið með vel stillta píanóið og tilbrigði sín og orgelið með þau hundruði verka sem Bach samdi fyrir en hann sjálfur var organisti alla sína ævi ásamt að semja helstu tónlistarperlur heimsins þá fannst mérmer tilvalið að kynna mér betur ævi Bachs. Mér finnst skemmtilegast að lesa um æsku Bachs. Hann ólst ekki upp spilandi fyrir keisurum og páfum eins og Mozart. Bach ólst upp við mjög erfiðar aðstæður í mjög slæmum félagsskap. Það eru heimildir sem benda til að grunnskólinn sem Bach stundaði nám var mjög slæmur. Það var mikið um einelti, tal um sadíska kennara sem lögðu nemendur sína í einelti og gerði óhugsanlega hluti við nemendur sína. Bach sjálfur skrópaði 258 sinnum yfir þriggja ára tímabil þegar hann var ungur strákur. Líklegustu ástæður var örugglega vegna þess að foreldrar þorðu ekki að senda krakka sína í þennan skóla vegna sögusagna um hvað gerðist þar, ekki vegna veikinda eða fyrir Bach að hjálpa með fjölskyldureksturinn sem var auðvitað tónlistin. Það hafði án efa mikil mótandi áhrif á ungan Bach þegar hann missti báða foreldra sína sem unglingur og þurfti hann þá að fara í fjölskyldureksturinn sem var tónlist. Í Bach fjölskyldunni voru fleiri tónskáld og tónlistarfólk sem tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Þýskalandi áður en okkar Bach kemur til sögu. Bach fluttist til stóra bróður sinns, Jóhann Kristoff Bach, í Lüneburg til að mennta sig enn frekar í tónlist. Seinna myndi Bach snúa aftur síns heimafylkis og byrja feril sinn sem tónlistarmaður í kirkjum og eins og maður slettir á ensku “the rest is history”. Bach sýnir að þótt að einhver ólst upp við mjög erfiðar aðstæður og fór í gegnum mikinn missi sem hefur án efa haft mikil áhrif á hann þá stoppaði hann ekki til að semja og flytja sína tónlist sem myndi vera þekkt víða meðan hann lifði og svo um allan heim eftir hans daga. Ég mæli með að allir elskendur tónlistar nýti sér daginn í dag til að kynna sér ævi Bachs, hlusta á uppáhalds verk sín með honum og flytja verk hans á fæðingardegi konung meistaranna, Jóhanns Sebastíans Bachs, megi hann lengi lifa Höfundur er organisti Árbæjarkirkju og þjónn tónlistarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar