Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 18:56 Frá kosningavöku Ragnhildar Öldu í gær. Håkon Broder Lund Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira