Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim Davíð Bergmann skrifar 18. mars 2022 17:01 Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun