Óviðunandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 18. mars 2022 11:31 Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar