Hver verður framtíð VM? Guðmundur Ragnarsson skrifar 18. mars 2022 12:00 Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun