Nú einungis hægt að fá Parkódín án lyfseðils allt að tíu dögum frá greiningu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2022 22:30 Til að koma í veg fyrir misnotkun á Parkódíni verður einungis hægt að kaupa tíu stykki. Vísir/Vilhelm Fólk sem er með virka Covid-19 sýkingu og hyggst kaupa Parkódín án lyfseðils þarf að framvísa staðfestingu á sýkingu úr Heilsuveru. Samkvæmt nýjum reglum sem kynntar voru í dag má vottorðið ekki vera eldra en tíu daga gamalt. Tilkynnt var í gær að lyfjafræðingum hafi verið veitt tímabundin heimild til að afhenda sjúklingum með Covid-19 Parkódín án lyfjaávísunar. Í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að staðfesting á sýkingu mætti vera allt að mánaðargömul þann dag sem lyfið væri keypt. Í dag kynnti Lyfjastofnun svo breytta tilhögun á undanþágunni og hafa nýju reglurnar þegar tekið gildi. Heimildin gildir til 18. apríl næstkomandi. Hvetja veikt fólk til að mæta ekki í apótek Einungis má selja hverjum einstaklingi eina pakkningu af lyfinu Parkódín 500 mg/10 mg, eða 10 stykki, það tíu daga tímabil frá því Covid-19 vottorðið var gefið út. Þá þarf einstaklingurinn að hafa náð átján ára aldri. Að sögn Lyfjastofnunar er notkun Parkódíns í þessum tilvikum bundin við langvarandi þurran hósta vegna Covid-19. Í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar er fólk sem greindist fyrir fimm dögum eða skemur og er með öndunarfæraeinkenni og hita beðið um að senda aðstandenda með gilt umboð til að sækja lyfið. Sá þarf sömuleiðis að framvísa vottorði um sýkingu þess sem lyfsins þarfnast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Tilkynnt var í gær að lyfjafræðingum hafi verið veitt tímabundin heimild til að afhenda sjúklingum með Covid-19 Parkódín án lyfjaávísunar. Í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að staðfesting á sýkingu mætti vera allt að mánaðargömul þann dag sem lyfið væri keypt. Í dag kynnti Lyfjastofnun svo breytta tilhögun á undanþágunni og hafa nýju reglurnar þegar tekið gildi. Heimildin gildir til 18. apríl næstkomandi. Hvetja veikt fólk til að mæta ekki í apótek Einungis má selja hverjum einstaklingi eina pakkningu af lyfinu Parkódín 500 mg/10 mg, eða 10 stykki, það tíu daga tímabil frá því Covid-19 vottorðið var gefið út. Þá þarf einstaklingurinn að hafa náð átján ára aldri. Að sögn Lyfjastofnunar er notkun Parkódíns í þessum tilvikum bundin við langvarandi þurran hósta vegna Covid-19. Í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar er fólk sem greindist fyrir fimm dögum eða skemur og er með öndunarfæraeinkenni og hita beðið um að senda aðstandenda með gilt umboð til að sækja lyfið. Sá þarf sömuleiðis að framvísa vottorði um sýkingu þess sem lyfsins þarfnast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52
Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40