Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2022 11:05 Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar. Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar.
Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira