Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Vilhjálmur Birgisson skrifar 16. mars 2022 13:31 Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. Ég ætla í þessari grein að fjalla um það sem lýtur að mér sem fyrsta varaforseta og afsögn mína 1. apríl 2020. Eins og flestir vita þá var Drífa kosin forseti ASÍ árið 2018 og ég sem 1 varaforseti og Kristján Þórður 2. varaforseti. En þessi breyting á forsetateyminu kom til eftir að Sólveg Anna vann yfirburðasigur í formannskjöri í Eflingu 2017 og það myndaðist meirihluti inná þinginu fyrir raunverulegum breytingum. Það var gríðarlegt ákall frá hinum almenna félagsmanni um breytingar á ASÍ enda hafði ASÍ skrapað botninn í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hefðu verið. Ég skal fúslega viðurkenna að ég hafði miklar væntingar um að með þessari breytingu yrðu miklar jákvæðar breytingar á stjórnunarháttum ASÍ. Ekki leið langur tími þar til ég áttaði mig á því að lítið hafði breyst við þessi forsetaskipti og voru miklir samstarfsörðugleikar milli mín og forseta ASÍ. Þessar staðreyndir liggja bæði í tölvupóstsamskiptum og einnig áttum við nokkra fundi með forseta ASÍ ég, Ragnar Þór og Sólveig Anna þar sem þessi samstarfsörðugleikar og slæma upplýsingagjöf var rædd og reynt að vinna lausn á þessum vanda. Þrátt fyrir gefin loforð af hálfu forseta ASÍ um að lagfæra þennan ágreining og bæta upplýsingaflæðið gerðist ekkert og ekkert breytist og þetta geta félagar mínir bæði Sólveig Anna og Ragnar Þór staðfest. Forseti ASÍ átti ekki bara í samskiptaörðugleikum við mig sem 1. varaforseta heldur var einnig djúpstæður ágreiningur milli Ragnars Þórs sem hann hefur svo sem fjallað um og einnig var mikill ágreiningur um hinar ýmsu verkalýðspólitísku leiðir milli Sólveigar Önnu og Drífu. Aðdragandi að uppsögn minni sem 1. varaforseti Þegar COVID faraldurinn skellur á af fullum þunga og þúsundir okkar félagsmanna missa lífsviðurværi sitt komu háværar kröfur frá Samtökum atvinnulífsins og reyndar líka frá stjórnvöldum um að frysta þyrfti launahækkanir sem áttu að koma til framkvæmda að fjárhæð 24.000 kr. 1. apríl 2020. Það kom skýrt fram hjá mér að slíkt kæmi ekki til greina að taka umsamdar launahækkanir af fólki. Ég sagði að slíkt kæmi ekki til greina og rifjaði upp afstöðu Verkalýðsfélags Akraness frá árinu 2009 þegar öllum launahækkunum var frestað þá án þess að spyrja félagsmenn af því. VLFA lagði fram árið 2009 lögfræðilegt álit þar sem fram kom að það væri ólöglegt að fresta launahækkunum án þess að bera það undir félagsmenn. Þrátt fyrr þetta lögfræðilega álit var launahækkunum samt frestað af forystu ASÍ. En förum yfir það sem raunverulega gerist á þessum dögum þegar þetta var til umræðu að koma þyrfti til móts við atvinnulífið til að verja atvinnuöryggi okkar félagsmanna vegna COVID faraldursins. Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein því hún sleppir að nefna það sem hún lagði til að yrði gert til að koma til móts við atvinnulífið. Jú hvað var það? Jú hún lagði fram tillögu á samningafundi ASÍ um að öllum launahækkunum sem áttu að koma til framkvæmda 1. apríl 2020 yrðu frystar í 3 til 6 mánuði. Þetta kom ekki til greina af minni hálfu og einnig hjá Ragnari Þór og klárlega ekki hjá Sólveigu Önnu. Við Ragnar lögðum hins vegar til að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda til lífeyrissjóða um 3,5% gegn því að stjórnvöld myndi setja þak á neysluvísitöluna til að verja heimilin og leigjendur gegn verðbólguskoti og einnig að sett yrði á verðlagsfrysting af hálfu verslunar og þjónustu til að fyrirbyggja mikla kostnaðarhækkun á matvöru og annarri nauðsynjavöru. Þetta lögðum við Ragnar Þór til að gera frekar en að taka launahækkanir af launafólki en sú hugmynd kom ekki til greina af okkar hálfu. En miðað við tvo slæma kosti þá vorum við sannfærðir að það væri miklu skynsamlegra að lækka mótframlagið tímabundið gegn þessu þaki á neysluvísitöluna og verðlagsfrystingu en að taka launahækkanir af okkar félagsmönnum. Já, forseti ASÍ var tilbúin að fórna launahækkunum launafólks en að skerða framlag tímabundið til lífeyrissjóðanna kom ekki til greina. Forseti ASÍ var tilbúin að fórna launahækkunum launafólks hinu heilaga altari lífeyrissjóðanna. Það ömurlega í þessari grein sinni þá sleppur hún að segja sannleikann sem laut að þessari tillögu okkar Ragnars Þórs sem var að finna aðra leið til að verja atvinnuöryggi okkar félagsmanna í stað þess að fórna launahækkunum. Hversu lágt er hægt að leggjast í sögufölsun, en í bréfi til miðstjórnar ASÍ 1. apríl 2020 lýsi ég þessari atburðarás. Drífa Snædal segir að þessi leið sem við Ragnar Þór lögðum til um lækkun mótframlags um 3,5% tímabundið hefði kostað tíu milljarða. Sannleikurinn er sá að hagdeild VR reiknaði út að réttindaskerðing launafólks myndi verða um 700 kr. minni vegna þessarar aðgerðar. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að ef launahækkanir sem áttu að koma til framkvæmda hefðu verið frystar í 6 mánuði þá hefði það kostað upp undir 30 milljarða fyrir allan vinnumarkaðinn. Drífa sleppir því að segja frá þessu sem er svo ómerkilegt að það nær engu tali! Hún sleppir líka að nefna þann ávinning sem hefði verið á verðlagsfrystingunni og ef þak hefði verið sett á verðtryggðarskuldir heimila og leigjenda! Ég vil taka skýrt fram að Sólveig Anna var algerlega á móti því að frysta launahækkanir sem og að lækka mótframlagið og sem betur fer reyndist síðan COVID faraldurinn fara mun betur með fjölmörg fyrirtæki en stefndi í upphafi. Vissulega hafa sumar greinar farið illa út úr faraldrinum eins og t.d. ferðaþjónustan og það liggur fyrir að þúsundir okkar félagsmanna misstu lífsviðurværi sitt tímabundið vegna faraldursins. Þetta er sannleikurinn og þessu sleppir forseti ASÍ að segja frá enda hentar það henni ekki en svona ósannindi koma alltaf í bakið á fólki. Enda liggja gögn frásögn minni til stuðnings eins og t.d. bréfið sem ég sendi á miðstjórn 1. apríl og einnig geta bæði Sólveg Anna formaður Eflingar og Ragnar Þór staðfest að þessar hugmyndir um að frysta launahækkanir komu frá forseta ASÍ. Fjármunir VR réðu niðurstöðunni Það er hins vegar rétt að eftir þessi gríðarlegu átök lagði formaður VR hart að mér að við skyldum reyna að ná sáttum innan ASÍ og vinna áfram að þeim áherslumálum sem við vildum vinna að. Úr varð að við sendum erindi þar sem við drógum afsagnir okkar til baka til að leggja okkar að mörkum við að ná sátt innan hreyfingarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Drífa var búin að dansa stríðsdans af fögnuði við að losna við mig enda þolir hún ekki að einhver hafi skoðanir á hlutunum sem falla ekki að hennar eigin. Málið var síðan að erindið var takið fyrir á miðstjórnarfundi þar sem Drífa var búin að fá lögmann ASÍ til að skrifa minnisblað um að það væri í lagi að taka Ragnar Þór inn en ekki mig. Það álit lögmanns ASÍ stóðst ekki nokkra skoðun þar sem því var m.a. haldið fram að ég hefði tilkynnt uppsögn mína á undan Ragnari en öll gögn sýna að því var öfugt farið. Sem sagt Ragnar Þór mátti koma inn í miðstjórn en ekki ég þrátt fyrir að bæði ég og VR hefðum skilað inn lögfræðilegu áliti þar sem þessari röksemdarfærslu lögmanns ASÍ var svarað með rökum. Málið var að forseti ASÍ vildi svo sannarlega losna við bæði mig og Ragnar en af því VR greiðir 150 milljónir í skatt til ASÍ þorðu hún ekki að afgreiða erindið með öðrum hætti. Ósannindin um Salek Ég ætla ekki að eyða tíma að fjalla um önnur ósannindi eins og um Salek (grænbókarnefndina) en þar veit ég að Sólveig Anna hefur ýmislegt við frásögn Drífu að athuga og þar vægt til orða kveðið og mun Sólveig örugglega segja frá þeim ósannindum sem koma fram varðandi það mál Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti. Enda ótækt að vera með forseta sem segir að einungis 25% af sannleikanum til að koma högg á „samherja“ sína. Það er líka ljóst að hún er að reyna koma höggi á mig með þessum ósannindum til að hafa áhrif á formannskjör mitt í Starfsgreinasambandi Íslands sem hefst í næstu viku. Það er ljóst að stuðningur núverandi forseta ASÍ liggur hjá litlum hópi sem hefur aldrei sætt sig við þær breytingar sem urðu á verkalýðshreyfingunni með tilkomu Sólveigar Önnu og Ragnars Þórs. Ég geri ekki og hef ekki gert athugasemdir við að fólk takist á um stefnur og leiðir innan verkalýðshreyfingarinnar en ég geri þá lágmarkskröfu að þegar það er gert þá sé sannleikanum og bláköldum staðreyndum ekki sturtað niður í holræsið! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. Ég ætla í þessari grein að fjalla um það sem lýtur að mér sem fyrsta varaforseta og afsögn mína 1. apríl 2020. Eins og flestir vita þá var Drífa kosin forseti ASÍ árið 2018 og ég sem 1 varaforseti og Kristján Þórður 2. varaforseti. En þessi breyting á forsetateyminu kom til eftir að Sólveg Anna vann yfirburðasigur í formannskjöri í Eflingu 2017 og það myndaðist meirihluti inná þinginu fyrir raunverulegum breytingum. Það var gríðarlegt ákall frá hinum almenna félagsmanni um breytingar á ASÍ enda hafði ASÍ skrapað botninn í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hefðu verið. Ég skal fúslega viðurkenna að ég hafði miklar væntingar um að með þessari breytingu yrðu miklar jákvæðar breytingar á stjórnunarháttum ASÍ. Ekki leið langur tími þar til ég áttaði mig á því að lítið hafði breyst við þessi forsetaskipti og voru miklir samstarfsörðugleikar milli mín og forseta ASÍ. Þessar staðreyndir liggja bæði í tölvupóstsamskiptum og einnig áttum við nokkra fundi með forseta ASÍ ég, Ragnar Þór og Sólveig Anna þar sem þessi samstarfsörðugleikar og slæma upplýsingagjöf var rædd og reynt að vinna lausn á þessum vanda. Þrátt fyrir gefin loforð af hálfu forseta ASÍ um að lagfæra þennan ágreining og bæta upplýsingaflæðið gerðist ekkert og ekkert breytist og þetta geta félagar mínir bæði Sólveig Anna og Ragnar Þór staðfest. Forseti ASÍ átti ekki bara í samskiptaörðugleikum við mig sem 1. varaforseta heldur var einnig djúpstæður ágreiningur milli Ragnars Þórs sem hann hefur svo sem fjallað um og einnig var mikill ágreiningur um hinar ýmsu verkalýðspólitísku leiðir milli Sólveigar Önnu og Drífu. Aðdragandi að uppsögn minni sem 1. varaforseti Þegar COVID faraldurinn skellur á af fullum þunga og þúsundir okkar félagsmanna missa lífsviðurværi sitt komu háværar kröfur frá Samtökum atvinnulífsins og reyndar líka frá stjórnvöldum um að frysta þyrfti launahækkanir sem áttu að koma til framkvæmda að fjárhæð 24.000 kr. 1. apríl 2020. Það kom skýrt fram hjá mér að slíkt kæmi ekki til greina að taka umsamdar launahækkanir af fólki. Ég sagði að slíkt kæmi ekki til greina og rifjaði upp afstöðu Verkalýðsfélags Akraness frá árinu 2009 þegar öllum launahækkunum var frestað þá án þess að spyrja félagsmenn af því. VLFA lagði fram árið 2009 lögfræðilegt álit þar sem fram kom að það væri ólöglegt að fresta launahækkunum án þess að bera það undir félagsmenn. Þrátt fyrr þetta lögfræðilega álit var launahækkunum samt frestað af forystu ASÍ. En förum yfir það sem raunverulega gerist á þessum dögum þegar þetta var til umræðu að koma þyrfti til móts við atvinnulífið til að verja atvinnuöryggi okkar félagsmanna vegna COVID faraldursins. Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein því hún sleppir að nefna það sem hún lagði til að yrði gert til að koma til móts við atvinnulífið. Jú hvað var það? Jú hún lagði fram tillögu á samningafundi ASÍ um að öllum launahækkunum sem áttu að koma til framkvæmda 1. apríl 2020 yrðu frystar í 3 til 6 mánuði. Þetta kom ekki til greina af minni hálfu og einnig hjá Ragnari Þór og klárlega ekki hjá Sólveigu Önnu. Við Ragnar lögðum hins vegar til að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda til lífeyrissjóða um 3,5% gegn því að stjórnvöld myndi setja þak á neysluvísitöluna til að verja heimilin og leigjendur gegn verðbólguskoti og einnig að sett yrði á verðlagsfrysting af hálfu verslunar og þjónustu til að fyrirbyggja mikla kostnaðarhækkun á matvöru og annarri nauðsynjavöru. Þetta lögðum við Ragnar Þór til að gera frekar en að taka launahækkanir af launafólki en sú hugmynd kom ekki til greina af okkar hálfu. En miðað við tvo slæma kosti þá vorum við sannfærðir að það væri miklu skynsamlegra að lækka mótframlagið tímabundið gegn þessu þaki á neysluvísitöluna og verðlagsfrystingu en að taka launahækkanir af okkar félagsmönnum. Já, forseti ASÍ var tilbúin að fórna launahækkunum launafólks en að skerða framlag tímabundið til lífeyrissjóðanna kom ekki til greina. Forseti ASÍ var tilbúin að fórna launahækkunum launafólks hinu heilaga altari lífeyrissjóðanna. Það ömurlega í þessari grein sinni þá sleppur hún að segja sannleikann sem laut að þessari tillögu okkar Ragnars Þórs sem var að finna aðra leið til að verja atvinnuöryggi okkar félagsmanna í stað þess að fórna launahækkunum. Hversu lágt er hægt að leggjast í sögufölsun, en í bréfi til miðstjórnar ASÍ 1. apríl 2020 lýsi ég þessari atburðarás. Drífa Snædal segir að þessi leið sem við Ragnar Þór lögðum til um lækkun mótframlags um 3,5% tímabundið hefði kostað tíu milljarða. Sannleikurinn er sá að hagdeild VR reiknaði út að réttindaskerðing launafólks myndi verða um 700 kr. minni vegna þessarar aðgerðar. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að ef launahækkanir sem áttu að koma til framkvæmda hefðu verið frystar í 6 mánuði þá hefði það kostað upp undir 30 milljarða fyrir allan vinnumarkaðinn. Drífa sleppir því að segja frá þessu sem er svo ómerkilegt að það nær engu tali! Hún sleppir líka að nefna þann ávinning sem hefði verið á verðlagsfrystingunni og ef þak hefði verið sett á verðtryggðarskuldir heimila og leigjenda! Ég vil taka skýrt fram að Sólveig Anna var algerlega á móti því að frysta launahækkanir sem og að lækka mótframlagið og sem betur fer reyndist síðan COVID faraldurinn fara mun betur með fjölmörg fyrirtæki en stefndi í upphafi. Vissulega hafa sumar greinar farið illa út úr faraldrinum eins og t.d. ferðaþjónustan og það liggur fyrir að þúsundir okkar félagsmanna misstu lífsviðurværi sitt tímabundið vegna faraldursins. Þetta er sannleikurinn og þessu sleppir forseti ASÍ að segja frá enda hentar það henni ekki en svona ósannindi koma alltaf í bakið á fólki. Enda liggja gögn frásögn minni til stuðnings eins og t.d. bréfið sem ég sendi á miðstjórn 1. apríl og einnig geta bæði Sólveg Anna formaður Eflingar og Ragnar Þór staðfest að þessar hugmyndir um að frysta launahækkanir komu frá forseta ASÍ. Fjármunir VR réðu niðurstöðunni Það er hins vegar rétt að eftir þessi gríðarlegu átök lagði formaður VR hart að mér að við skyldum reyna að ná sáttum innan ASÍ og vinna áfram að þeim áherslumálum sem við vildum vinna að. Úr varð að við sendum erindi þar sem við drógum afsagnir okkar til baka til að leggja okkar að mörkum við að ná sátt innan hreyfingarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Drífa var búin að dansa stríðsdans af fögnuði við að losna við mig enda þolir hún ekki að einhver hafi skoðanir á hlutunum sem falla ekki að hennar eigin. Málið var síðan að erindið var takið fyrir á miðstjórnarfundi þar sem Drífa var búin að fá lögmann ASÍ til að skrifa minnisblað um að það væri í lagi að taka Ragnar Þór inn en ekki mig. Það álit lögmanns ASÍ stóðst ekki nokkra skoðun þar sem því var m.a. haldið fram að ég hefði tilkynnt uppsögn mína á undan Ragnari en öll gögn sýna að því var öfugt farið. Sem sagt Ragnar Þór mátti koma inn í miðstjórn en ekki ég þrátt fyrir að bæði ég og VR hefðum skilað inn lögfræðilegu áliti þar sem þessari röksemdarfærslu lögmanns ASÍ var svarað með rökum. Málið var að forseti ASÍ vildi svo sannarlega losna við bæði mig og Ragnar en af því VR greiðir 150 milljónir í skatt til ASÍ þorðu hún ekki að afgreiða erindið með öðrum hætti. Ósannindin um Salek Ég ætla ekki að eyða tíma að fjalla um önnur ósannindi eins og um Salek (grænbókarnefndina) en þar veit ég að Sólveig Anna hefur ýmislegt við frásögn Drífu að athuga og þar vægt til orða kveðið og mun Sólveig örugglega segja frá þeim ósannindum sem koma fram varðandi það mál Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti. Enda ótækt að vera með forseta sem segir að einungis 25% af sannleikanum til að koma högg á „samherja“ sína. Það er líka ljóst að hún er að reyna koma höggi á mig með þessum ósannindum til að hafa áhrif á formannskjör mitt í Starfsgreinasambandi Íslands sem hefst í næstu viku. Það er ljóst að stuðningur núverandi forseta ASÍ liggur hjá litlum hópi sem hefur aldrei sætt sig við þær breytingar sem urðu á verkalýðshreyfingunni með tilkomu Sólveigar Önnu og Ragnars Þórs. Ég geri ekki og hef ekki gert athugasemdir við að fólk takist á um stefnur og leiðir innan verkalýðshreyfingarinnar en ég geri þá lágmarkskröfu að þegar það er gert þá sé sannleikanum og bláköldum staðreyndum ekki sturtað niður í holræsið! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun