Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar bæta við sig, VG dalar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2022 11:28 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi á sama tíma og annar samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn VG, tapar fylgi. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar bæta við sig mestu fylgi á milli mánaða samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Vinstri græn er eini stjórnarflokkurinn sem tapar fylgi á milli skoðanakannana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,5 prósent fylgi. Mælist flokkurinn því með litlu meira fylgi en í alþingiskosningunum í september, þegar flokkurinn hlaut 24,4 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig frá síðustu könnum Maskínu í febrúar, þegar flokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi. Píratar bæta einnig við sig en þeir mælast nú með 13,7 prósent fylgi og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Í febrúar mældust Píratar með 10,3 prósent fylgi. Flokkkurinn hlaut 8,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Framsókn bætir einnig lítillega við sig fylgi á milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með 17,2 prósent fylgi, bæting upp á 0,3 prósentustig á milli mánaða. Flokkurinn er á um það bil sama stað og í kosningunum þegar hann hlaut 17,3 prósent atkvæða. Fylgi þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, dalar í nýjustu könnum Maskínu. Flokkurinn mælist með 9,3 prósent fylgi en hann mældist með 12,9 prósent í könnum Maskínu í febrúar og hlaut 12,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Samfylkingin fer einnig niður á milli mánaða og mælist flokkurinn nú með 12,1 prósent fylgi, en mældist með 13,4 prósent í febrúar. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Píratar, flokkur Björns Levís Gunnarssonar þingmanns, bætir við sig fylgi.Vísir/Vilhelm Viðreisn og Flokkur fólksins tapa einnig fylgi á milli mánaða. Viðreisn mælist með 8,5 prósent fylgi en var með 9,7 prósent fylgi í febrúar. Flokkurinn er á sömu slóðum og í kosningunum í haust þegar flokkurinn hlaut 8,3 prósent atkvæða. Flokkur fólksins mælist með 7,1 prósent fylgi og tapar 0,5 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent fylgi í kosningunum. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig en mælist enn undir fimm prósenta markinu. Fylgi flokksins er 4,3 prósent og bætir hann við sig 0,4 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurnn hlaut 5,4 prósent atkvæða í kosningunum. Sósíaslistaflokkurinn mælist með 3,4 prósent fylgi og bætir við sig 0,1 prósentustigi á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 4,1 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 17. febrúar til 9. mars og voru svarendur 2.333 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri. Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Vinstri græn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,5 prósent fylgi. Mælist flokkurinn því með litlu meira fylgi en í alþingiskosningunum í september, þegar flokkurinn hlaut 24,4 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig frá síðustu könnum Maskínu í febrúar, þegar flokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi. Píratar bæta einnig við sig en þeir mælast nú með 13,7 prósent fylgi og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Í febrúar mældust Píratar með 10,3 prósent fylgi. Flokkkurinn hlaut 8,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Framsókn bætir einnig lítillega við sig fylgi á milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með 17,2 prósent fylgi, bæting upp á 0,3 prósentustig á milli mánaða. Flokkurinn er á um það bil sama stað og í kosningunum þegar hann hlaut 17,3 prósent atkvæða. Fylgi þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, dalar í nýjustu könnum Maskínu. Flokkurinn mælist með 9,3 prósent fylgi en hann mældist með 12,9 prósent í könnum Maskínu í febrúar og hlaut 12,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Samfylkingin fer einnig niður á milli mánaða og mælist flokkurinn nú með 12,1 prósent fylgi, en mældist með 13,4 prósent í febrúar. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Píratar, flokkur Björns Levís Gunnarssonar þingmanns, bætir við sig fylgi.Vísir/Vilhelm Viðreisn og Flokkur fólksins tapa einnig fylgi á milli mánaða. Viðreisn mælist með 8,5 prósent fylgi en var með 9,7 prósent fylgi í febrúar. Flokkurinn er á sömu slóðum og í kosningunum í haust þegar flokkurinn hlaut 8,3 prósent atkvæða. Flokkur fólksins mælist með 7,1 prósent fylgi og tapar 0,5 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent fylgi í kosningunum. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig en mælist enn undir fimm prósenta markinu. Fylgi flokksins er 4,3 prósent og bætir hann við sig 0,4 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurnn hlaut 5,4 prósent atkvæða í kosningunum. Sósíaslistaflokkurinn mælist með 3,4 prósent fylgi og bætir við sig 0,1 prósentustigi á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 4,1 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 17. febrúar til 9. mars og voru svarendur 2.333 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri.
Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Vinstri græn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira