„Ekki vera aumingi“ Þorsteinn V. Einarsson skrifar 16. mars 2022 11:00 Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar