Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 21:48 Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Sigurjón Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira