„Ég er ekki hálfviti – við ættum að ganga í Evrópusambandið“ Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2022 12:20 Bubbi Morthens, holdgervingur þjóðarsálarinnar, hefur fram til þessa verið andvígur inngöngu Íslands í ESB. En hann hefur nú breytt um skoðun. Foto: Bubbi Morthens/Egill Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, holdgervingur íslensku þjóðarsálarinnar, er kominn á þá skoðun að réttast sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Afstaða til ESB hefur lengi verið eitt af þeim álitaefnum sem hefur klofið þjóðina. Bubbi segir, í samtali við Vísi, að hans afstaða til þessa hafi verið sú að vera andvígur því að ganga í ESB. En nú telur hann tímabært að ræða það í fullri alvöru hvort ekki sé vert að ganga í ESB, sama hvað andstæðingar aðildar segja. Innrásin í Úkraínu hafi breytt stöðunni yfir nóttu. Veröldin sem var er horfin. Íslendingar séum of berskjaldaðir. „Ég er ekki hálfviti - við ættum að ganga í Evrópusambandið. Þegar ég sé hvað er að gerast á bæjarhlaðinu finnst mér þetta nú vera algjörlega gild umræða og ég er kominn á að við eigum að ganga í Evrópusambandið. ég er kominn þangað og tel það okkur til góðs.“ Bubbi segist afstöðu sína ekki grundvallast á gjaldmiðlinum, Evrunni, þeirri sem ríka fólkið og útgerðin notar en við hin fáum ekki að nota. „Heldur öryggi þjóðanna. Ég tel, eins og staðan er í dag, mjög mikilvægt fyrir land eins og Ísland að taka þessa afstöðu. Við ætlum að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum.“ Bubbi vísar þar til ógnarinnar sem stafar af Pútín. „Og þeir eru fleiri eins og hann. Við erum komin á þennan stað.“ Og Bubbi er ekki einn á báti frekar en fyrri daginn. Nú styðja 47 prósent landsmanna aðild Íslands að Evrópusambandinu, en 33 prósent eru henni andvígir. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og er viðsnúingur frá fyrri mælingum. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Afstaða til ESB hefur lengi verið eitt af þeim álitaefnum sem hefur klofið þjóðina. Bubbi segir, í samtali við Vísi, að hans afstaða til þessa hafi verið sú að vera andvígur því að ganga í ESB. En nú telur hann tímabært að ræða það í fullri alvöru hvort ekki sé vert að ganga í ESB, sama hvað andstæðingar aðildar segja. Innrásin í Úkraínu hafi breytt stöðunni yfir nóttu. Veröldin sem var er horfin. Íslendingar séum of berskjaldaðir. „Ég er ekki hálfviti - við ættum að ganga í Evrópusambandið. Þegar ég sé hvað er að gerast á bæjarhlaðinu finnst mér þetta nú vera algjörlega gild umræða og ég er kominn á að við eigum að ganga í Evrópusambandið. ég er kominn þangað og tel það okkur til góðs.“ Bubbi segist afstöðu sína ekki grundvallast á gjaldmiðlinum, Evrunni, þeirri sem ríka fólkið og útgerðin notar en við hin fáum ekki að nota. „Heldur öryggi þjóðanna. Ég tel, eins og staðan er í dag, mjög mikilvægt fyrir land eins og Ísland að taka þessa afstöðu. Við ætlum að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum.“ Bubbi vísar þar til ógnarinnar sem stafar af Pútín. „Og þeir eru fleiri eins og hann. Við erum komin á þennan stað.“ Og Bubbi er ekki einn á báti frekar en fyrri daginn. Nú styðja 47 prósent landsmanna aðild Íslands að Evrópusambandinu, en 33 prósent eru henni andvígir. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og er viðsnúingur frá fyrri mælingum.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56
Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32