Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl Árni Sæberg, Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 13. mars 2022 08:00 Árásin var gerð við borgina Lviv sem er nálægt landamærum Úkráinu og Póllands. AP Photo/Felipe Dana Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tsjernobyl Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira