Rukka inn á bílastæði í óþökk sveitarfélags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. mars 2022 21:37 Nú kostar þúsund kall að leggja við Reykjanesvita. vísir/einar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fordæmir ferðaþjónustufyrirtæki fyrir að rukka gjald inn á bílastæði við Reykjanesvita. Hann segir fyrirtækið hafa svikið loforð um að koma fyrst upp þjónustumiðstöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það. Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már. Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már.
Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira