Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 13:55 Um tveir þriðju af þeim sem sótt hafa um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum. Vísir/Egill Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01