Hver erum við? Sandra B. Franks skrifar 11. mars 2022 08:31 Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar