Kjalnesingar vilja slíta sig frá Reykjavík á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 21:35 Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness, segir borgina hafa vanrækt Kjalarnesið frá því að sveitarfélögin sameinuðust árið 1998. vísir/bjarni Kjalnesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykjavíkurborg og annaðhvort endurheimta sjálfstæði sitt eða sameinast sveitarfélagi sem er staðsett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent