Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 10. mars 2022 10:36 Fundurinn skilaði litlum árangri. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira