Vill fá klukku á vegg Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 16:07 Tómas Tómasson vill geta fylgst með því hvernig tímanum líður, á vegg Alþingis. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira