#Metoo - Jafnrétti og fjölbreytileiki er lykillinn Sigríður Elín Guðlaugsdóttir skrifar 8. mars 2022 10:31 Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar