Bergsveinn telur rektor hafa brugðist fræðasamfélaginu Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 11:28 Bergsveinn Birgisson gagnrýnir Jón Atla Benediktsson rektor harðlega fyrir að hafa fallist á röksemd Ásgeirs Jónssonar að Háskólinn hafi ekkert með hans fræðistörf að gera; hann sé í launalausu leyfi. Bergsveinn telur það ekki standast nokkra einustu skoðun. Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem snýr að máli hans er varða ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra; að hann hafi fengið eitt og annað að láni við ritun Eyjunnar hans Ingólfs úr bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum. Málið allt er nú strand. „Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins. Feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér en hún telur afskipti Jóns Atla Benediktssonar rektors af málinu; að verk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri heyrðu ekki undir háskólann, ekki standast. Bergsveinn er þungorður í yfirlýsingu sinni, segir að ef hver sem er geti seilst í smiðju annarra og gert ritstörf þeirra að sínum séu það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags. En þangað erum við komin, að mati Bergsveins, sé slíkt látið óátalið með öllu. „Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu.“ Virðing æðstu menntastofnunar landsins í molum Bergsveinn telur, líkt og siðanefndin, það ekki standast nokkra skoðun að Eyjan hans Ingólfs og vinnubrögð þar eru undir heyri ekki undir Háskóla Íslands. „Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins sem nú telur sig ekki hafa í nein hús að venda með sín mál. Hann boðar þess í stað ítarlega greinargerð sem mun birtast á vormánuðum í fræðiriti. Háskólar Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17 Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44 Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
„Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins. Feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér en hún telur afskipti Jóns Atla Benediktssonar rektors af málinu; að verk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri heyrðu ekki undir háskólann, ekki standast. Bergsveinn er þungorður í yfirlýsingu sinni, segir að ef hver sem er geti seilst í smiðju annarra og gert ritstörf þeirra að sínum séu það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags. En þangað erum við komin, að mati Bergsveins, sé slíkt látið óátalið með öllu. „Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu.“ Virðing æðstu menntastofnunar landsins í molum Bergsveinn telur, líkt og siðanefndin, það ekki standast nokkra skoðun að Eyjan hans Ingólfs og vinnubrögð þar eru undir heyri ekki undir Háskóla Íslands. „Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins sem nú telur sig ekki hafa í nein hús að venda með sín mál. Hann boðar þess í stað ítarlega greinargerð sem mun birtast á vormánuðum í fræðiriti.
Háskólar Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17 Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44 Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17
Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44
Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01