Bæjarar horfa áfram til ensku B-deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 11:31 Djed Spence er einkar eftirsóttur. Jon Hobley/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa tök á að sækja leikmenn í nær hvaða lið sem þeim dettur í hug, slíkt er aðdráttarafl félagsins. Það vekur því athygli að Bæjarar horfi nú í annað sinn á skömmum tíma í ensku B-deildina í leit að leikmönnum. Ekki er langt síðan Vísir fjallaði um óvæntan áhuga ítalskra knattspyrnuliða á enskum leikmönnum, þá sérstaklega miðvörðum. Áhugi þýskra úrvalsdeildarliða á ungum og efnilegum enskum leikmönnum er ekki nýr undir sólinni en þá hafa lið helst leitað í akademíur sterkustu liða Englands. Bæjarar fara ótroðnar slóðir en á síðasta ári sömdu þeir við bakvörðinn Omar Richards en hann frá Reading á frjálsri sölu. Hinn 24 ára gamli Richards hefur komið við sögu í alls 14 leikjum á leiktíðinni. Very respectful, laid back and thoughtful #Arsenal, #THFC & #LFC all harbour interest A player that Forest must try to secure for as long as possible From an outcast at #Boro to a man in demand, Djed Spence is thriving at #NFFC @NottmTails, @peterrutzler— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 3, 2022 Samkvæmt Sky Sports horfa forráðamenn Bayern til ensku B-deildarinnar í leit að bakverði á nýjan leik. Um er að ræða hinn 21 árs Djed Spence sem leikur í dag með Nottingham Forest en hann er þar á láni frá Middlesbrough, öðru B-deildarliði. Spence ku hafa heillað njósnara Bayern en ólíkt Richards þá er verður hann ekki samningslaus fyrr en sumarið 2024. Það er því ljóst að Bæjarar fá Spence ekki frítt og svo er alls óvíst hvort Bayern fái leikmanninn yfir höfuð en fjöldi þýskra liða horfir hýru auga til Nottingham. Talið er að Borussia Dortmund, RB Leipzig og Bayer Leverkusen hafi öll áhuga á leikmanninum. Þá hafa Lundúnafélögin Arsenal og Tottenham Hotspur einnig áhuga á að fá Spence í sínar raðir. Það er ljóst að Middlesbrough ætti í sumar að geta valið úr tilboðum í leikmann sem félagið taldi ekki nægilega góðan fyrir ensku B-deildina fyrir nokkrum mánuðum síðan. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Ekki er langt síðan Vísir fjallaði um óvæntan áhuga ítalskra knattspyrnuliða á enskum leikmönnum, þá sérstaklega miðvörðum. Áhugi þýskra úrvalsdeildarliða á ungum og efnilegum enskum leikmönnum er ekki nýr undir sólinni en þá hafa lið helst leitað í akademíur sterkustu liða Englands. Bæjarar fara ótroðnar slóðir en á síðasta ári sömdu þeir við bakvörðinn Omar Richards en hann frá Reading á frjálsri sölu. Hinn 24 ára gamli Richards hefur komið við sögu í alls 14 leikjum á leiktíðinni. Very respectful, laid back and thoughtful #Arsenal, #THFC & #LFC all harbour interest A player that Forest must try to secure for as long as possible From an outcast at #Boro to a man in demand, Djed Spence is thriving at #NFFC @NottmTails, @peterrutzler— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 3, 2022 Samkvæmt Sky Sports horfa forráðamenn Bayern til ensku B-deildarinnar í leit að bakverði á nýjan leik. Um er að ræða hinn 21 árs Djed Spence sem leikur í dag með Nottingham Forest en hann er þar á láni frá Middlesbrough, öðru B-deildarliði. Spence ku hafa heillað njósnara Bayern en ólíkt Richards þá er verður hann ekki samningslaus fyrr en sumarið 2024. Það er því ljóst að Bæjarar fá Spence ekki frítt og svo er alls óvíst hvort Bayern fái leikmanninn yfir höfuð en fjöldi þýskra liða horfir hýru auga til Nottingham. Talið er að Borussia Dortmund, RB Leipzig og Bayer Leverkusen hafi öll áhuga á leikmanninum. Þá hafa Lundúnafélögin Arsenal og Tottenham Hotspur einnig áhuga á að fá Spence í sínar raðir. Það er ljóst að Middlesbrough ætti í sumar að geta valið úr tilboðum í leikmann sem félagið taldi ekki nægilega góðan fyrir ensku B-deildina fyrir nokkrum mánuðum síðan. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira