Rússar standi ekki við loforð um útgönguleiðir Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 06:29 Gennady Laguta er svæðisstjóri Kherson Facebook Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira