Nóg að gera hjá forsætisráðherra í Brussel Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 22:16 Forsætisráðherra ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Facebook/Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira