Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. mars 2022 23:31 Unnið hefur verið hörðum höndum að því undanfarna daga að fylla upp í holur sem myndast hafa á götunum eftir slæma tíð undanfarið. Vísir/Sigurjón Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“ Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“
Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39