Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:00 Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Stjórnsýsla Fiskeldi Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar