Þórir tilnefndur sem besti þjálfari heims Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2022 16:00 Þórir Hergeirsson fagnar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á HM á Spáni í desember. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur tilkynnt um tilnefningar til bestu þjálfara og leikmanna heims árið 2021 og einn Íslendingur er þar á meðal. Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi
Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn
Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don
Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn