Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2022 11:20 Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri er farinn að valda miklu álagi á þau ríki. Hér kúldrast konur og börn í bráðabyrgðaskýli á lestarstöð í bænum Przemysl í Póllandi í morgun. AP/Markus Schreiber Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins. Fregnir berast af blóðugum bardögum og miklu mannfalli í hafnarborgunum Kherson norðvestur af Krímskaga og Mariupol norðaustur af Krímskaga. Báðar eru borgirnar mikilvægar og Rússar eru taldir leggja áherslu á að ná öllum suðurhluta Úkraínu á sitt vald allt frá Donbas í austri. Því muni Rússar leggja áherslu á að ná hinni sögufrægu borg Odessa í suðvesturhluta landsins á sitt vald. Á þessari mynd má sjá hluta innrásarhers Rússa í ónafngreindum bæ í Úkraínu.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússar hafa hert eldflaugaárásir sínar á höfuðborgina Kænugarð. Gífurlega fjölmennar hersveitir þeirra halda sig þó enn utan borgarinnar þótt þær nálgist hana smátt og smátt. Á meðan íbúar helstu borga Úkraínu hafast við í kjöllurum, loftvarnabyrgjum og neðanjarðarlestarstöðvum vegna linnulausra loftskeyta- og stórskotaliðsárása Rússa heldur straumur flóttamanna frá landinu áfram. Nú er talið að fjöldinn nálgist eina milljón manna. Nú er talið að hátt í milljón manna, aðallega konur og börn, hafi flúið innrás Rússa í Úkraínu. Á þessari mynd sést flóttafólk og öryggisverðir á lestarstöð í bænum Przemysl í Póllandi.AP/Markus Schreiber Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands talar enn um að markmið innrásarinnar sé að splundra her Úkraínu og afnasistavæða landið. Krímskagi væri óaðskiljanlegur hluti af Rússlandi og hin svo kölluðu alþýðulýðveldi Donetsk og Luhansk í Donbas héraði verði að fá landamæri sem Rússland geti sætt sig við. Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov rétt eins og Rússar gangi göfugra erinda friðar í Úkraínu. Nú væru stjórnmálafræðingar að ræða framtíðarmöguleika Úkraínu. Rússneski stjórnvöld vinni út frá þeirri staðreynd að almenningur í Rússlandi verði að ákveða hvert landið stefni í framtíðinni. Á Krím þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Grafík/Ragnar Visage Hundrað fjörtíu og eitt ríki af 193 aðildarríkjum greiddi atkvæði með fordæmingu Sameinuðu þjóðanna á innrás Rússa í Úkraínu á allsherjarþinginu í gær. Fulltrúar Rússa, Hvítarússlands, Eritreu, Norður Kóreu og Sýrlands greiddu atkvæði gegn tillögunni og 35 ríki, þeirra á meðal Kína sátu hjá. Þrátt fyrir þetta segir Lavrov Rússa eiga öfluga bandamenn. „Við eigum vini, við eigum bandamenn, við eigum fjölda samstarfsaðila á alþjóðasviðinu sem hafa ekki misst sjálfstæði sitt og getu til að láta þjóðarhagsmuni sína ráða ferðinni. Ólíkt Evrópu og nokkrum öðrum löndum. Bandamenn okkar eru einnig undir miklum þrýstingi,“ sagði Sergey Lavrov í viðtali í gær. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Rússum og Hvít-Rússum bannað að taka þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra Rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki hefur verið meinað að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefjast um helgina vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 3. mars 2022 08:00 Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll. 3. mars 2022 07:51 Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum. 3. mars 2022 06:58 Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. 3. mars 2022 04:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fregnir berast af blóðugum bardögum og miklu mannfalli í hafnarborgunum Kherson norðvestur af Krímskaga og Mariupol norðaustur af Krímskaga. Báðar eru borgirnar mikilvægar og Rússar eru taldir leggja áherslu á að ná öllum suðurhluta Úkraínu á sitt vald allt frá Donbas í austri. Því muni Rússar leggja áherslu á að ná hinni sögufrægu borg Odessa í suðvesturhluta landsins á sitt vald. Á þessari mynd má sjá hluta innrásarhers Rússa í ónafngreindum bæ í Úkraínu.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússar hafa hert eldflaugaárásir sínar á höfuðborgina Kænugarð. Gífurlega fjölmennar hersveitir þeirra halda sig þó enn utan borgarinnar þótt þær nálgist hana smátt og smátt. Á meðan íbúar helstu borga Úkraínu hafast við í kjöllurum, loftvarnabyrgjum og neðanjarðarlestarstöðvum vegna linnulausra loftskeyta- og stórskotaliðsárása Rússa heldur straumur flóttamanna frá landinu áfram. Nú er talið að fjöldinn nálgist eina milljón manna. Nú er talið að hátt í milljón manna, aðallega konur og börn, hafi flúið innrás Rússa í Úkraínu. Á þessari mynd sést flóttafólk og öryggisverðir á lestarstöð í bænum Przemysl í Póllandi.AP/Markus Schreiber Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands talar enn um að markmið innrásarinnar sé að splundra her Úkraínu og afnasistavæða landið. Krímskagi væri óaðskiljanlegur hluti af Rússlandi og hin svo kölluðu alþýðulýðveldi Donetsk og Luhansk í Donbas héraði verði að fá landamæri sem Rússland geti sætt sig við. Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov rétt eins og Rússar gangi göfugra erinda friðar í Úkraínu. Nú væru stjórnmálafræðingar að ræða framtíðarmöguleika Úkraínu. Rússneski stjórnvöld vinni út frá þeirri staðreynd að almenningur í Rússlandi verði að ákveða hvert landið stefni í framtíðinni. Á Krím þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Grafík/Ragnar Visage Hundrað fjörtíu og eitt ríki af 193 aðildarríkjum greiddi atkvæði með fordæmingu Sameinuðu þjóðanna á innrás Rússa í Úkraínu á allsherjarþinginu í gær. Fulltrúar Rússa, Hvítarússlands, Eritreu, Norður Kóreu og Sýrlands greiddu atkvæði gegn tillögunni og 35 ríki, þeirra á meðal Kína sátu hjá. Þrátt fyrir þetta segir Lavrov Rússa eiga öfluga bandamenn. „Við eigum vini, við eigum bandamenn, við eigum fjölda samstarfsaðila á alþjóðasviðinu sem hafa ekki misst sjálfstæði sitt og getu til að láta þjóðarhagsmuni sína ráða ferðinni. Ólíkt Evrópu og nokkrum öðrum löndum. Bandamenn okkar eru einnig undir miklum þrýstingi,“ sagði Sergey Lavrov í viðtali í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Rússum og Hvít-Rússum bannað að taka þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra Rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki hefur verið meinað að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefjast um helgina vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 3. mars 2022 08:00 Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll. 3. mars 2022 07:51 Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum. 3. mars 2022 06:58 Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. 3. mars 2022 04:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Rússum og Hvít-Rússum bannað að taka þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra Rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki hefur verið meinað að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefjast um helgina vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 3. mars 2022 08:00
Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll. 3. mars 2022 07:51
Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum. 3. mars 2022 06:58
Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. 3. mars 2022 04:34
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent