Gerrard, Eiður og Messi nefndir í verstu skiptingum sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 14:00 Steven Gerrard náði sér í rautt spjald á 38 sekúndum í leik gegn Manchester United á lokatímabili sínu með Liverpool. Getty/John Powell Í tilefni innkomu Kepa Arrizabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta fóru strákarnir í Þungavigtinni yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar. Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32