Stór-Reykjavík er stórskemmtileg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:00 Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar