Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Björn Steinbekk skrifar 1. mars 2022 14:01 Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. Þetta er fólkið sem sendir endalaust tölvupóst, betlandi gistingu og bílaleigubíla svo ekki sé talað um allar fyrirspurnirnar til Icelandair og Play um frítt flug fyrir tags og mentions. Áhrifavaldar eru jafn misjafnir og þeir eru margir en það er óumdeilt að þeir hafa, flestir, áhrif. Ég kýs að kalla þetta fólk sögufólk því í raun er það sagan þeirra, texti með myndefni sem fólk heillast af, skapar hughrif. Þetta er oft fólk sem skrapar saman aur til að ferðast og mynda, með drónum og myndavélum og reynir að sýna heiminum sína sýn að löndin sem það heimsækir. Að færa fólki land, bæ, borg eða sveit, einn Instagram eða TikTok póst í einu. Persónulega hef ég reynslu af því að kynna landið mitt og finnast ég eiga skilið einhverja umbun fyrir. Drónaskapur minn við eldgosið í Geldingadölum barst fólki um allan heim og fór ég í fjöldann allan af viðtölum við erlenda fjölmiðla og miðlaði efni mínu, oft án endurgjalds til stórra miðla um allan heim. Áætlað virði umfjöllunar um gosið erlendis er meira en 50 milljarðar. Samt er það svo að ég hef aldrei heyrt frá Visit Reykjanes sem notið hefur þess að hafa eldgos á svæðinu, fyrr en í vikunni þar sem ég er beðinn um að útbúa myndefni, frítt, fyrir þau að birta, til að fagna því að eitt ár er liðið frá því að gosið hófst. Já, drónaskapur og áhrifavaldar hefur áhrif á væntanlega ferðamenn, í bland við allt það góða starf sem ferðaþjónustufyrirtæki og hið opinbera skilar. Þess vegna stakk ég upp á því við ráðherra viðskipta og menningar að Ísland yrði fyrsta landið í heimunum sem tæki upp samskonar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðlum fái að lágmarki 25% endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins. Með þessu er hægt að stórefla umfjöllun sem næg er fyrir og taka í leiðinni í burtu hluta af þessu óþolandi betli andskotans áhrifavaldana sem eru að selja íslenska drauminn. Höfundur flýgur stundum drónum og ráðleggur við markaðsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. Þetta er fólkið sem sendir endalaust tölvupóst, betlandi gistingu og bílaleigubíla svo ekki sé talað um allar fyrirspurnirnar til Icelandair og Play um frítt flug fyrir tags og mentions. Áhrifavaldar eru jafn misjafnir og þeir eru margir en það er óumdeilt að þeir hafa, flestir, áhrif. Ég kýs að kalla þetta fólk sögufólk því í raun er það sagan þeirra, texti með myndefni sem fólk heillast af, skapar hughrif. Þetta er oft fólk sem skrapar saman aur til að ferðast og mynda, með drónum og myndavélum og reynir að sýna heiminum sína sýn að löndin sem það heimsækir. Að færa fólki land, bæ, borg eða sveit, einn Instagram eða TikTok póst í einu. Persónulega hef ég reynslu af því að kynna landið mitt og finnast ég eiga skilið einhverja umbun fyrir. Drónaskapur minn við eldgosið í Geldingadölum barst fólki um allan heim og fór ég í fjöldann allan af viðtölum við erlenda fjölmiðla og miðlaði efni mínu, oft án endurgjalds til stórra miðla um allan heim. Áætlað virði umfjöllunar um gosið erlendis er meira en 50 milljarðar. Samt er það svo að ég hef aldrei heyrt frá Visit Reykjanes sem notið hefur þess að hafa eldgos á svæðinu, fyrr en í vikunni þar sem ég er beðinn um að útbúa myndefni, frítt, fyrir þau að birta, til að fagna því að eitt ár er liðið frá því að gosið hófst. Já, drónaskapur og áhrifavaldar hefur áhrif á væntanlega ferðamenn, í bland við allt það góða starf sem ferðaþjónustufyrirtæki og hið opinbera skilar. Þess vegna stakk ég upp á því við ráðherra viðskipta og menningar að Ísland yrði fyrsta landið í heimunum sem tæki upp samskonar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðlum fái að lágmarki 25% endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins. Með þessu er hægt að stórefla umfjöllun sem næg er fyrir og taka í leiðinni í burtu hluta af þessu óþolandi betli andskotans áhrifavaldana sem eru að selja íslenska drauminn. Höfundur flýgur stundum drónum og ráðleggur við markaðsmál.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar