„Ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 14:30 Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Frá vinstri: Ingunn Haraldsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Lilja Valþórsdóttir og Ragna Björg Einarsdóttir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Um helgina voru endurvakin Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna með stofnfundi í Iðnó. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1990 með því markmiði að auka jafnrétti kynjanna í íslenskri knattspyrnu en samtökin voru endurvakin með sama markmiði í huga. Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is Besta deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is
Besta deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira