Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 11:11 Disney-veldið byrjaði með hinum hógværa Mikka Mús en hefur nú vaxið í eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki heims. Getty/Kim Kulish 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf. Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf.
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent